fbpx

Styrkjastefna

Veganmatur ehf og rekstrareiningar félagsins, m.a. Vegan búðin og Jömm, fá mikinn fjölda styrkbeiðna. Vegna umfangsins er nú eingöngu tekið við styrkbeiðnum á netfangið styrkir@veganmatur.is og eru þær yfirfarnar í byrjun hvers mánaðar. Vinsamlegast sendið því beiðnir með góðum fyrirvara og sýnið því skilning að ekki er hægt að leggja mat á og svara beiðnum jafnóðum og þær berast.

Ákvörðun um styrk miðast við eftirfarandi viðmið:

Við styrkjum nær eingöngu verkefni og málefni sem snúa að verndun dýra, umhverfisvernd og aktívisma fyrir jaðarsetta hópa fólks auk þess sem við eigum í fjölbreyttu samstarfi við Samtök grænkera á Íslandi. Önnur verðug verkefni eru ekki útilokuð.

Við viljum bæði styðja verkefni sem auka vitund og skilning almennings, en líka þar sem stuðningur skilar sér beint til málefnisins eða hinna jaðarsettu.

Dæmi um það sem við höfum stutt eða styrkt:

Dýrahjálp með fjárstyrkjum og sölu á varningi

Líflukka með fjárstyrkjum og millgöngu á styrkjum frá viðskiptavinum

Samtök grænkera á Íslandi og Veganúar með fjárstyrkjum, sölu á varningi og þátttökugjöldum í Veganúar

Frú Ragnheiður og Fjölskylduhjálp hafa fengið matvöru á síðasta snúning

Covid deildir landspítalans hafa fengið matarsendingar fyrir starfsfólk

Sóley Stefánsdóttir og Katrín Helga Andrésdóttir fengu matargjafir fyrir upptökur á feminískri stuttmynd um samband feðraveldis og kapítalisma

Vegan búðin er einnig bakhjarl hlaðvarpanna Karlmennskunnar og Grænkersins 

Því miður höfum við ekki tök á að styrkja öll þau góðu verkefni sem til okkar er leitað með en alltaf má treysta á móralskan stuðning okkar við allt sem gerir heiminn betri fyrir fólk og önnur dýr!

Deila: