Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir
Hún / She / Her
Framkvæmdastjóri & eigandi
Strangt til tekið er Sæunn framkvæmdastjóri fyrirtækisins en henni leiðist titlatog og satt að segja er „dúer“ mun nákvæmari lýsing á því sem hún gerir. Hún hugsar stórt og gerir stóra hluti, meðeigendum sínum stundum til örlítillar hrellingar. Til dæmis er hún konan sem þurfti að parkera bretti af næringarstykkjum í stofunni heima hjá sér eitt sinn því henni lá svo mikið á að panta nokkur þúsund stykki. Sú staðreynd að húsnæði fyrirtækisins fengist ekki afhent fyrr en nokkru seinna var ekkert að þvælast fyrir henni, eða það að engin verslun hafði svo mikið sem frétt af vörunni. Fjörutíu þúsund stykkjum og tæpu ári síðar var hún búin að leggja undir sig tvö hundruð fermetra lagerpláss og um það bil tíu önnur vörumerki en ekki leið á löngu áður en villt ævintýri fyrirtækisins höfðu dregið allan hópinn yfir til Reykjavíkur þar sem gamla Bónusverslunin í Faxafeni var lögð undir vegan heimsyfirráð.
Það einnig innri brjálæðingur Sæunnar sem ákvað að opna skyndibitastað í gámi með tveggja vikna fyrirvara sumarið 2019 og hennar leiðarljós í lífinu er mantran #breytaheiminum
Það þarf vart að taka það fram að hún er snarvegan – tékkaðu á henni á Instagram.