fbpx

Mindful Bites

Naslað í núvitund

Stephanie, konan á bak við Mindful Bites hefur hvorki tíma né þolinmæði fyrir kurteisishjal eða hirðsiði. Um æðar hennar rennur ástríðufullt ítalskt blóð og hún er mætt til leiks að breyta heiminum. Það var því engin tilviljun að teymið okkar tengdist henni samstundis af miklum krafti, enda erum við ekkert að grínast með fyrirætlanir okkar um að breyta neysluhegðun samlanda okkar…og svo heimsins.

Við vitum það hins vegar að góð næring er grunnurinn að öllu og þekkjum mikilvægi þess að staldra við eitt augnablik og virkilega njóta þess að mönsa á hágæða góðgæti. Mindful Bites naslið á sér enga hliðstæðu og við elskum allt við það: hráefnin, hugsjónina, áferðina, krönsið, mýktina og öll smáatriðin sem gera þetta svo fullkomið.

 

Mindful Bites línan byggir á undursamlegu, silkimjúku hnetumauki í fjórum samsetningum:

 • Bláa maukið er gert úr Norður-Ítölskum heslihnetum og berjum sem gefur einstakt bragð.
 • Græna maukið er blanda af kasjúhnetum og babobab, með dassi af lucuma. Náttúruleg sæta kasjúhnetanna blandast dýrðlega saman við léttan rammleika baobabs og karamellutóna frá lucuma.
 • Appelsínugula maukið sameinar möndlur og sætan karamellukeim frá maca rót og lucuma.
 • Fjólubláa maukið blandar saman brasilíuhnetum og hreinum kakónibbum frá Ekvador. Ekki eins sætt og þú heldur en dásamlega ljúffengt!

Þegar þú hefur ákveðið hvað freistar þín mest getur þú valið hnetumauk í 185 gramma glerkrukku eða í 22 gramma skvísu ef þú vilt njóta á ferðinni – EÐA gripið í krönsí hrískexlengjur fylltar með hnetumauki að þínu vali endanna á milli.

Hnetumaukið er:

 • Blanda af sérvöldum hnetum og ofurfæði
 • Náttúrulegt og lítið unnið
 • Í handhægum neysluumbúðum eða stærri krukkum
 • Bæði millimál og hráefni

Og inniheldur:

 • Engin aukaefni
 • Í kringum 120 hitaeiningar pr skammt
 • Engan sykur
Crunchy Bites eru:

 • Hrískökur fylltar með MB hnetumauki
 • Glútenlausar
 • Krönsí
 • Hannaðar til að njóta

Og innihalda:

 • Engin aukaefni
 • Í kringum 120 hitaeiningar pr pk
 • Engan sykur

 

 • Nettó
 • Hagkaup
 • Fræið Fjarðarkaup
 • Háma
 • Salvía, Húsavík

Meira um núvitund

og fjórar þumalputtareglur Mindful Bites

TILGANGUR

„Svengd er besta kryddið“ ~Ragga Nagli

Þegar þú nýtur matarins á tóman maga upplifirðu nýjar víddir í bragðinu og máltíðin verður allt önnur upplifun. Með því að velta því fyrir þér fyrir máltíð hvort svengdin sé raunverulega til staðar býrðu þig undir meðvitaða neyslu og dregur úr líkunum á að sjálfsstýringin ráði för. Ef þú staldrar við í augnablikinu getur þú tengt þig við merkin sem líkaminn sendir þér og notið matarins í þeirri fullvissu að þú sért að næra þig og seðja.

ATHYGLI

Þegar þú staldrar við og veitir matnum athygli eflirðu meðvitundina um hvernig maturinn virkar á líkamann. Það gefur okkur tækifæri til að íhuga hvort maturinn sé ríkur af næringu og fullnægi líkamlegum, andlegum og tilfinningalegum þörfum okkar hverju sinni. Með því að veita matarneyslunni athygli tekur þú stjórnina og verður meðvitaðri um það hvaða valkostir henta þér best og hvernig þú nýtur þeirra sem mest.

ÞAKKLÆTI

Þegar þú íhugar hvert hráefni og næringarlegan ávinning hvers og eins þeirra býrðu til nýja vídd í viðhorfi þínu til matar. Þú ræktar þannig hugmyndina um mat sem krafmikið byggingarefni sem getur eflt þig á hverjum degi, bæði líkamlega, andlega og tilfinningalega. Með því að öðlast þakklæti gagnvart náttúrulegum krafti matarins og þeirra áhrifa sem hann hefur á líf okkar getum við öðlast nýtt og dýpra ástarsamband við matinn okkar.

NAUTN

Það er unaður að borða! Við trúum því að í stað þess að taka þátt í neyslukeppni nútímasamfélagsins á bæði mat og aðrar vörur getum við staldrað við og byggt upp nýja tegund af matargleði. Samfélagið hvetur til þráhyggju og gleðisnauðra matarreglna sem við viljum brjóta á bak aftur. Með því að fagna þeirri nautn sem maturinn veitir okkur og tileinka okkur umburðarlyndari nálgun getum við kastað sektarkenndinni fyrir róða og notið þeirrar upplifunar að borða, deila og lifa í augnablikinu.

Deila: