fbpx

Lunette

Túrbikarar eru hið mesta þarfaþing fyrir fólk sem kann ekki að meta túrtappa eða -bindi af heilsufars eða umhverfisástæðum. Kostir þess að nota margnota bikar frekar en einnota vörur eru fjölmargir en ástæður þess að við heilluðumst af Lunette framleiðandanum eru nokkrar:

 • Lunette bikararnir eru þeir einu svo við vitum sem hafa hlotið vegan vottun The Vegan Society
 • Þeir eru sérstaklega mjúkir og þar af leiðandi auðveldir í notkun og lítil hætta á eymslum
 • Þeir eru gerðir úr læknasílikoni og hættulausum litarefnum svo þeir skaði ekki heilsu notandans
 • Lunette er virkur styrktaraðili hjálparsamtaka í fátækari löndum og hefur gefið mikið magn af bikurum til fólks sem annars hefði engan aðgang að túrvörum
 • Lunette teymið leggur mikla áherslu á að draga úr skömm og talar tæpitungulaust um túr, leggöng og píkur
 • Þeim er einnig annt um jafnrétti, virðingu og réttlæti – þess vegna tala þau ávallt um fólk sem fer á túr, en ekki bara konur
 • Þau eru ótæmandi viskubrunnur um tíðahringinn og deila miklum fróðleik á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum
 • …svo eru þau finnsk og það er bara eitthvað svo frænkulega krúttlegt við það!

Sölustaðir

 • Fræið Fjarðarkaup
 • Vistvera Grímsbæ og vistvera.is
 • Salvía Húsavík

Deila: