fbpx

LoofCo

Eftir áratuga notkun heimila á hreinlætisáhöldum úr plastefnum er tími kominn til að snúa aftur til einfaldleikans. LoofCo vörurnar eru handgerðar ýmist úr kókos á Sri Lanka eða lúfaplöntunni í Egyptalandi. Hver vara er gerð samkvæmt aldagamalli hefð viðkomandi lands og er þess gætt að bændur og annað fólk í framleiðslu þeirra njóti hærri launa en gengur og gerist og hafi auk þess sjúkratryggingu. Engin börn vinna við LoofCo framleiðsluna.

Umbúðir LoofCo varanna eru eins einfaldar og kostur er, aðeins er notast við þunnan pappírsvafning með helstu upplýsingum og er ekkert plast að finna í vörunum eða umbúðunum. Þegar tími er kominn til að skipta út bursta eða svampi má setja þann gamla í moltukassa heimilisins.

Kókostrefjarnar sem notaðar eru í burstana er að finna í laginu á milli skeljar og innvols kókoshnetunnar. Venjulega eru þessar trefjar brenndar þar sem þær eru almennt taldar úrgangur frá kókosframleiðslu. Lúfaplantan ber svo ílangan ávöxt sem minnir á kúrbít, en í honum er sterkt trefjanet sem auðvelt er að fræhreinsa og þurrka áður en úr því eru gerðir ýmiss konar svampar.

  • Fræið Fjarðarkaup
  • Vistvera
  • Melabúðin

Deila: