fbpx

Kiki Health

Cary Kikis, stofnandi og eigandi Kiki Health er ekki mikið fyrir að baða sig í dýrðarljóma en þessi ljúflingur er þeim mun öflugri í vöruþróun sinni. Fyrirtækið er staðsett í Englandi en það setur hugmyndaflugi Cary og félaga engar skorður því þau sækja hráefni hvert sem er í heiminum. Þau eru einstakir nördar sem vilja aðeins bjóða upp á það allra besta og eru stöðugt á vaktinni að svipast um eftir nýjum og nærandi möguleikum.

Vörulínan er stór og fjölbreytt og inniheldur ýmiss konar ofurfæði, bætiefni, blöndur og hráefni til matargerðar. Innihaldslýsingarnar eru ávallt einfaldar og oftar en ekki lista þær upp eitt stakt hráefni. Kiki Health notar engin auka- eða fylliefni, leitar uppi hreinustu ræktun hráefna og virkustu afbrigði hverrar plöntu. Þau nýtast við mildar vinnsluaðferðir á borð við frostþurrkun og mölun en nota aldrei utanaðkomandi efni við vinnsluna. Útkoman er frábær gæði, mikil virkni, bragðgæði og síðast en ekki síst gullfallegar umbúðir sem sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er!

 

 

Deila: