fbpx

Ape Snacks

Ape Snacks er fyrirtæki stofnað af ungum Englendingi sem fékk innblástur frá móður sinni. Hún hafði hent kókosflögum á pönnu og léttsteikt þær með kanil og öðrum náttúrulegum kryddum með svo góðum árangri að hinn 19 ára Zack gat ekki hætt að hugsa um þetta ljúffenga snarl. Honum til mikilla leiðinda neyddist hann hins vegar til að fara í Cambridge háskóla í Bandaríkjunum skömmu síðar en frumkvöðlaeðli hans dró hann fljótt aftur heim þar sem hann stofnaði fyrirtækið sitt. Ameríkudvölin hafði veruleg áhrif á þessa ákvörðun þar sem hann sá gríðarlegt framboð af matvöru og nasli sem sagt var hollt en reyndist ekki standa undir þeim fullyrðingum við nánari skoðun.

Ape er hratt vaxandi fyrirtæki í spennandi vöruþróun og við erum ákaflega stolt af því að vinna með öðrum eins eldhugum.

Allar Ape vörurnar eru tilbúnar að njóta beint úr pokanum og þær skiptast í bites og puffs, eða bita og…púff?

Ape curls eru:

 • Glútenlausar
 • Náttúrulegar
 • Lítið unnar
 • Paleo
 • Trefjaríkar
 • Bæði snarl og hráefni

Og innihalda:

 • Eingöngu 2-4 hráefni
 • Engin aukaefni
 • 96 – 108 hitaeiningar pr pakkningu
 • Engan hvítan sykur
 • Hreinan kókos frá Taílandi
Ape bites eru:

 • Glútenlausir
 • Náttúrulegir
 • Lítið unnir
 • Paleo
 • Trefjaríkir
 • Krönsí snarl

Og innihalda:

 • Eingöngu 3-5 hráefni
 • Engin aukaefni
 • 148-164 hitaeiningar pr pakkningu
 • Engan hvítan sykur
Ape puffs eru:

 • Bæði millimál og snakk
 • Sykurlaust
 • Náttúrulegt og lítið unnið
 • Ekki steikt eða brasað

Og innihalda:

 • Engin aukaefni
 • Í kringum 100 hitaeiningar pr skammt
 • Engan hvítan sykur
 • Nettó
 • Hagkaup
 • Fræið Fjarðarkaup
 • Pétursbúð
 • Háma, Háskólatorgi
 • Pure verslun, Keflavíkurflugvelli
 • Mathús, Keflavíkurflugvelli
 • Salvía Húsavík

Deila: