fbpx

Adonis

Ingo

Adonis stykkin eru ljúffeng, náttúruleg næring í handhægu formi. Ólíkt öðrum næringarstykkjum innihalda þau hvorki ávexti né sykur og eru sérstaklega samansett til að gefa góða næringu án þess að hækka blóðsykurinn of hratt.

Öll Adonis stykkin eru:

 • Vegan
 • Paleo
 • Keto / Lágkolvetna
 • Sykurlaus
 • Glútenlaus

Og innihalda:

 • Heilnæma fitugjafa
 • Eingöngu náttúruleg hráefni
 • Mikið af trefjum
 • Einstaklega nærandi hráefni
 • Engin ódýr uppfylliefni
 • Krónan
 • Nettó
 • Hagkaup
 • Fræið Fjarðarkaup
 • Heilsuhúsið
 • Gló
 • Hreyfing
 • Háma
 • Pure verslun, Keflavíkurflugvelli
 • Mathús, Keflavíkurflugvelli

Hinn austurríski Ingo er stofnandi og framkvæmdastjóri Adonis. Hann er ungur, fyrrum bankamaður sem starfaði í fjármálageiranum bæði í heimalandinu og seinna í London. Hann upplifði hvernig langir vinnudagar í hröðu, stressuðu umhverfi drógu úr honum orku og leiddu hann að sykurfylltum sjálfsölum vinnustaðarins síðla dags með óhjákvæmilegu blóðsykursfalli skömmu síðar. Þetta var vandamál sem hann einsetti sér að leysa og þannig varð Adonis til.

Við elskum að heimsækja þennan ákafa hugsjónamann með þykka hreiminn og ræða við hann um tækifæri og áskoranir heilsubransans. Honum hefur tekist að safna að sér einstöku teymi ungs hæfileikafólks sem þar til nýlega sat saman hringinn í kringum langborð í loftlausum kjallara í miðri London. Í dag hafa þau risið upp í sólarljósið, bæði bókstaflega og táknrænt, og hlökkum við til að vaxa með þeim.

„Á einhverju netvafri seint á síðasta ári hnaut ég um vefsíðu Adonis og byrjaði að skoða. Umbúðirnar voru aðlaðandi, vefurinn aðgengilegur og innihaldslýsingin var of góð til að vera sönn. Ég sá strax að þarna væri ég búin að finna stykki sem væru engum öðrum lík. Í þeim er hvorki að finna þurrkaða ávexti né sykur af neinu tagi. Þau eru sett saman úr heilnæmum fitugjöfum, trefjum og erythritoli, sem er náttúrleg sæta. Myndirnar sögðu mér að þau væru af stökkari gerðinni en ekki þéttur, mjúkur massi eða dísæt og mjúk úr höfrum eða öðru korni. Þetta leit út fyrir að vera hið fullkomna millimál og uppfyllti allar þær kröfur sem ég hafði reyndar ekki haft hugmyndaflug í að setja fyrr en ég sá þær.

Ég las innihaldslýsingarnar aftur og aftur, uppfull af gleði og spenningi (já…það þarf lítið til að gleðja mig) – og til að gera langa sögu stutta var ég búin að semja við framleiðandann og panta bretti af stykkjunum áður en ég hafði svo mikið sem smakkað þau. Ég einfaldlega sá það á hráefnunum hversu ljúffeng þau væru og loksins þegar ég fékk þau í hendurnar komst ég að raun um að þau fóru fram úr mínum villtustu væntingum. Síðan þá hafa bæði verslanir og neytendur tekið þeim opnum örmum og eru þau nú fáanleg í tugum verslana á Íslandi.“

~Sæunn

Deila: