fbpx

Abbot Kinney’s

Kókos & súkkulaðimús með möndlujógúrti:

Hráefni

 • 2 msk Abbot Kinney’s kókosjógúrt
 • 1 avókadó (steinhreinsað og afhýtt)
 • 1 tsk hrákakó
 • 1 daðla, steinhreinsuð
 • 1/2 appelsína
 • 2 þurrkaðar apríkósur, saxaðar
 • 150 ml Abbot Kinney’s möndlujógúrt
 • 4 msk granóla eða múslí
 • fersk myntulauf

Skelltu eftirfarandi hráefnum í matvinnsluvél: kókosjógúrt, avókadó, hrákakó og daðlan. Blandaðu öllu vel saman þar til áferðin verður mjúk og kekkjalaus. Þvoðu appelsínuna og rífðu börkinn af henni með rifjárni. Kreistu safann í pott og hitaðu að suðu. Bættu söxuðum apríkósunum út í, slökktu á hellunni og láttu þær mýkjast í góða stund áður en þú veiðir þær upp úr. Taktu fram skál og raðaðu í hana: möndlujógúrt neðst, svo granóla, þá kakómúsin, rifið appelsínuhýði, apríkósur og myntulauf.

Abbot Kinney’s er hollenskt fyrirtæki sem framleiðir dýrindis lífrænt, vegan jógúrt úr kókos og möndlum.

 • Kókosjógúrtið fæst ýmist óbragðbætt, með mangó eða hindberjum.
  • Það óbragðbætta inniheldur 99% kókosmjólk auk virkra jógúrtgerla og tapíókasterkju til þykkingar
  • Það bragðbætta inniheldur hreint ávaxtamauk sem blandað er við hreina grunninn
  • Engum sykri eða aukaefnum er bætt við jógúrtið
 • Möndlujógúrtið er til óbragðbætt og með banana.
  • Það óbragðbætta inniheldur ekkert nema möndlumjólk, jógúrtgerla og tapíókasterkju.
  • Bananajógúrtið inniheldur hreint bananamauk sem blandað er við hreina grunninn.
  • Engum sykri eða aukaefnum er bætt við jógúrtið

Abbot Kinney’s fæst í verslunum Nettó.

Deila: